Skip to main content

Aldan stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og Starfsmannafélag Skagafjarðar buðu félögsmönnum sínum til hátíðarhalda í tilefni af 1. maí í Ljósheimum í Skagafirði.

Að venju var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði og veglegt kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna.

Aldan stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og Starfsmannafélag Skagafjarðar buðu félögsmönnum sínum til hátíðarhalda í tilefni af 1. maí í Ljósheimum í Skagafirði. 


Að venju var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði og veglegt kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna.


Geirmundur Valtýsson spilaði á harmonikku meðan að fólkið var að ganga í salinn og meðan að fólk gæddi sér sér á kaffiveitingum.


Að því búnu var komið að ræðumanni dagsins sem að þessu sinni var Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og flutti hann mjög kjarnyrta og góða ræðu um verkalýðsbaráttuna fyrr á tímum og nú á tímum einnig.


Að því búnu komu félagar úr Leikfélagi Sauðárkróks og fluttu lög úr leikritinu Fólkinu í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, en það er einmitt sæluvikustykki Leikfélagsins, en Sæluvika Skagfirðinga stendur einmitt yfir þessa dagana. Rögnvaldur Valbergsson spilaði undir fyrir Leikfélagið.  Að síðustu kom Barnakór Tónlistarskóla Skagafjarðar og söng nokkur lög undir stjórn þeirra Írisar Baldvinsdóttur og Jóhanna Marínar Óskarsdóttur sem einnig lék undir á píanó.


Að venju var vel mætt á þessa samkomu en Skagfirðingar eru mjög duglegir þessa dagana að sækja alla þá fjölmörgu viðburði, skemmtanir, leiksýningar, málverkasýningar, ljósmyndasýningar og margt fleira sem er í boði á Sæluviku Skagfirðinga.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com