Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 13. júní. Matarkarfan var ódýrust hjá Bónus á 19.747 kr. en dýrust hjá Hagkaupum á 22.642 kr. sem er 2.895 kr. verðmunur eða 15%.
Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 13. júní. Matarkarfan var ódýrust hjá Bónus á 19.747 kr. en dýrust hjá Hagkaupum á 22.642 kr. sem er 2.895 kr. verðmunur eða 15%. Hvað varðar einstaka vörur var minnstur verðmunur á mjólkurvörum eða um 20%. Oftast var á bilinu fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði.
Eins og áður sagði var verslunin Bónus með ódýrustu körfuna á 19.747 kr., svo kom verslunin Krónan með körfu sem kostar 437 kr. meira en karfan hjá Bónus. Því næst var Fjarðarkaup með körfu á 20.609 kr. sem er 4% dýrari en karfan hjá Bónus en hjá Nettó kostaði karfan 21.204 kr. eða 7% meira en hjá Bónus.
Matarkarfan var dýrust hjá Hagkaupum á 22.642 kr. eða 2.895 kr. dýrari en karfan hjá Bónus sem jafngildir 15% hærra verði. Karfan var 13% dýrari hjá Iceland en hjá Bónus og hjá Samkaupum-Úrval var karfan 11% dýrari.
Mikill verðmunur er á öllum vörunum í könnuninni. Mestur verðmunur var á Topp án bragðefna ½ l. sem var dýrastur á 189 kr. hjá Iceland en ódýrastur á 89 kr. hjá Bónus sem er 100 kr. verðmunur eða 112%. Minnstur verðmunur var á hreinu KEA skyri 500 gr. sem var dýrast á 239 kr. hjá Iceland en ódýrast á 217 kr. hjá Bónus sem er 10% verðmunur. Einnig má nefna að morgunkornið Lucky Charms 453 g. var ódýrast á 598 kr. hjá Víði en dýrastur á 799 kr. hjá Iceland sem er 34% verðmunur. Bökunarkartöflur voru ódýrastar á 189 kr./kg. hjá Víði en dýrastar á 299 kr./kg. hjá Hagkaupum sem er 58% verðmunur. 1 l. af ISIO ólífuolíu var ódýrust á 519 kr. hjá Bónus en dýrust á 719 kr. hjá Iceland sem er 39% verðmunur. Viðbitið frá Bertolli 250 gr. var ódýrast á 238 kr. hjá Bónus en dýrast á 298 kr. hjá Víði sem er 25% verðmunur. Að lokum má nefna að mikill verðmunur er á Merrild mellemristet 103, 500 g. kaffi sem var ódýrast á 585 kr. hjá Víði en dýrast á 849 kr. hjá Iceland sem er 264 kr. verðmunur eða 45%.
Sjá nánari verðsamanburð á matarkörfunni
Matarkarfan samanstendur af 48 almennum neysluvörum til heimilisins t.d. mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru.
Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.
Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Iceland, Nóatúni, Víði, Samkaupum Úrval og Hagkaupum.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.