Skip to main content

Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum.

Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi.

Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins.

Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft á tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar.

Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna.

Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030).

Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.

 

Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS)

Ragnhild Lied er formaður Unio í Noregi
Karl-Petter Thorwaldsson er formaður LO í Svíþjóð
Lizette Risgaard er formaður LO í Danmörku
Antti Paloa er formaður STTK í Finnlandi
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ á Íslandi
Magnus Gissler er framkvæmdastjóri NFS

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com