Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Verslunarmannafélags Skagafjarðar um nýjan kjarasamning LÍV og SA liggja nú fyrir. Kjarasamningurinn var samþykktur með 80,65% atkvæða.
Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Verslunarmannafélags Skagafjarðar um nýjan kjarasamning LÍV og SA liggja nú fyrir.
Á kjörskrá Verslunarmannafélags Skagafjarðar voru 186 en greidd atkvæði voru 31, sem er 16,67% kjörsókn.
Kjarasamningurinn var samþykktur og skiptust atkvæðin með eftirfarandi hætti:
JÁ sögðu 25, eða 80,65%
NEI sögðu 5, eða 16,13%
Autt atkvæði var 1, eða 3,23%
Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV.