Skip to main content
AldanVMF

Janúarútsölur og húsaleiga til lækkunar á vísitölunni

By January 31, 2020No Comments

Vísitala neysluverðs mælist 1,7% í janúar samanborið við 2,0 % í desember og lækkar um 0,74% milli mánaða. Verðbólga hefur lækkað stöðugt síðasta hálfa árið en hún var 3,6% í maí 2019.

Vísitala neysluverðs mælist 1,7% í janúar samanborið við 2,0 % í desember og lækkar um 0,74% milli mánaða. Verðbólga hefur lækkað stöðugt síðasta hálfa árið en hún var 3,6% í maí 2019. Vísitala án húsnæðis lækkar um 0,87% og mælist 1,6% samanborið við 1,7% í desember. Janúarútsölur auk húsaleigu og kostnaðar vegna búsetu í eigin húsnæði eru stærstu áhrifaþættir til lækkunar á vísitölunni en breytingar á opinberum gjöldum helsti áhrifaþáttur á hækkun vísitölunnar.

Mesti áhrifaþáttur á lækkun vísitölunnar eru janúarútsölur en mest lækka föt og skór um 10,9% (áhrif á vísitölu -0,48%). Þá lækka húsgögn og heimilisbúnaður um -6,7% (áhrif -0,13%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) um -0,6% (áhrif -0,10%). Flugfargjöld til útlanda lækka um 6,5% (áhrif -0,09%) auk þess sem komugjald til heimilislækna lækkar um 14,2% (áhrif -0,03%).

Hækkanir á opinberum gjöldum og mjólkurvörum
Mest áhrif til hækkunar á verðlagi í janúar hafa einstaka liðir matvöru en mjólkurvörur eins og súrmjólk, skyr og rjómi hækka um 3,7% (áhrif á vísitölu 0,03%) og ostar um 4% (áhrif 0,03%). Aðrar mjólkurvörur hækka um ríflega 3% en áhrifin á vísitöluna eru minni. Hækkun á mjólkurvörum má að að hluta til rekja til ákvörðunar verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum um 2,5% en hækkanirnar tóku gildi um áramót. Þá hækkar kostnaður við eigin bifreið um 0,4% (áhrif 0,06%) og er sú hækkun að mestu leiti til komin vegna 1,6% hækkun á bensíni og olíu sem einkum má rekja til 2,5% hækkana á bensín- og olíugjaldi um áramót.

Áfengi hækkaði um 1,3% (áhrif á vísitölu 0,02%) og tóbak um 2,0% (áhrif 0,02%) sem skýrist að mestu af 2,5% hækkun á vörugjöldum á áfengi um áramót. Félagsleg þjónusta hækkaði einnig um 2,7% (áhrif 0,2%) en sá liður samanstendur af kostnaði við leikskóla sem hækkaði um 2,2% og dagmæðrum sem hækkaði um 4,8%. Þá hækkuðu tryggingar um 0,9% en undir þeim lið munar mest um húsnæðistryggingar sem hækkuðu um 1,9% (áhrif 0,02%). Þá hækkaði hiti um 2% (áhrif 0,05%) og rafmagn um 1,7% (áhrif 0,03%).

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com