Vísitala neysluverðs var 474,1 stig í febrúar og hækkaði um 0,92% milli mánaða. Verðbólga án húsnæðis mælist einnig 2,4% og hækkaði vísitalan án húsnæðisliðar um 0,95% í febrúar mánuði.
Vísitala neysluverðs var 474,1 stig í febrúar og hækkaði um 0,92% milli mánaða. Verðbólga án húsnæðis mælist einnig 2,4% og hækkaði vísitalan án húsnæðisliðar um 0,95% í febrúar mánuði. Útsölulok hafa þó nokkur áhrif á mælingu mánaðarins þar sem verð á fötum og skóm hækkaði um 6,4% (0,25% áhrif á vísitölu) en einnig hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 8,8% (0,12%). Verðbólga hækkar allnokkuð milli mánaða og mælist nú rétt undir markmiði Seðlabankans en í janúar mældist verðbólgan 1,7%.
Janúarútsölur ganga til baka og húsaleiga hækkar
Mesti áhrifaþáttur á hækkun vísitölunnar í febrúar er föt og skór sem hækka um 6,4% (áhrif á vísitölu 0,25%) en vetrarútsölulok hafa þar eflaust sitthvað að segja. Reiknuð húsaleiga hækkar um 0,7% (áhrif 0,12%) og flugfargjöld til útlanda hækka um 8,8% (áhrif 0,12%). Þá hækka húsgögn og heimilsbúnaður um 2,5% (áhrif 0,05%).
Kostnaður vegna eigin bifreiðar til lækkunar á vísitölunni
Sá liður sem hefur helst áhrif til lækkunar á vísitölunni er bensín og olía sem lækkar um 2,1% (áhrif -0,07%). Þá lækka bílar í verði um 0,3% (áhrif -0,02%).
Flestir liðir vísitölunnar hækka í takt við verðbólgu síðustu tólf mánuði
Séu litið á undirflokka vísitölunnar má sjá að verðlagsþróun flestra liða hefur verið í takt við verðbólgu síðustu 12 mánaða (febrúar 2019-febrúar 2020). Þannig hefur t.d. eldsneytisverð hækkað um 2,9% á síðustu 12 mánuði og rekstur eigin bifreiðar um 2,2%. Húsnæði hefur hækkað um 2,5% sem er að mestu í takt við almennt verðlag. Opinber þjónusta hefur hins vegar hækkað minna 1,4% og sömuleiðis dagvaran sem hefur hækkað um 1,8%. Mest hækkun hefur orðið á annarri þjónustu, sem hækkað hefur um 3,7% undanfarna tólf mánuði.
Sjá nánar á heimasíðu ASÍ