Örfá sæti laus!
Minnum félagsmenn á að enn eru nokkur pláss laus á ókeypis netnámskeið með Þorgrími Þráinssyni sem haldið verður kl. 17:00 í dag.
Félagsmönnum býðst að skrá sig á ókeypis netnámskeið sem haldið verður kl. 17:00 í dag. Áhugasömum er bent á að skrá sig sem allra fyrst.
Námskeiðið fjallar um mikilvægi hugrekkis til að skora sjálfan sig á hólm og leiðbeinandinn er Þorgrímur Þráinsson.
Skráning fer fram hjá Farskólanum í síma 455 6010 eða á heimasíðu skólans
Lýsing:
Námskeiðið fjallar um mikilvægi hugrekkis til að skora sjálfan sig á hólm þegar kemur að því að njóta lífsins alla daga. Vera öflug liðsheild; hvort sem við erum að tala um sem fjölskylda, sem vinahópur eða vinnustaður. Það er auðvelt að fresta því sem er erfitt og þess vegna er mesta glíman í lífinu, glíman við okkur sjálf. Við getum lært heilmikið af öðrum eins og landsliðinu í fótbolta og af þeim þeim leiðtogum sem hafa stýrt liðinu.
Leiðbeinandi:
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.
Hvenær:
Mánudaginn 6. apríl klukkan 17:00 Vefnámskeið ZOOM.
Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis, Samstöðu og Kjalar og viljum við bjóða íbúum svæðisins á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu.