Skip to main content
Stéttarfélag.is

Kvennaverkfall 2025

By October 20, 2025No Comments

 

Nú eru liðin 50 ár frá því íslenskar konur vöktu heimsathygli fyrir að boða til Kvennaverkfalls og gera kröfu um að störf kvenna væru metin að verðleikum. Ýmislegt hefur áunnist á þeim tíma sem liðinn er, en þó er ljóst að markmiðinu er enn ekki náð.

Næstkomandi föstudag, 24.október hvetjum við þær konur sem geta til að leggja niður störf, launuð sem ólaunuð, mæta ekki til vinnu og sleppa öllu því sem talist getur til starfa, þ.m.t. að gæta barna og sinna heimilisstörfum.

Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að sýna starfsfólki sínu stuðning og virðingu með því að gera því kleift að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, án skerðingar á launum.

Við vitum að starfsemi sumra vinnustaða er með þeim hætti að ekki er unnt að leggja niður störf án þess að stofna heilsu eða öryggi fólks í hættu. Það ber að virða en ómissandi starfsfólk getur lagt málefninu lið með ýmsum hætti, t.d. með sýnileika á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #kvennaverkfall og #ómissandi.

Verkfall eða frí ?
Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.Kvennaverkfallið 2025 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks.

Fæ ég laun ef ég legg niður störf ?
Atvinnurekanda ber ekki skylda til að greiða laun fyrir þennan dag en við skorum á atvinnurekendur að heimila konum að leggja niður störf þennan dag, án skerðingar á launum.

Sjá nánar á heimasíðu Kvennaárs

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com