Skip to main content

Á heimasíðu Stéttarfélags Vesturlands er að finna fróðlega samantekt á mikilvægi þess að vera í verkalýðsfélagi. Samningur SGS og bændasamtakanna er notaður til viðmiðunar.



Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands hafa gert með sér kjarasamning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Sá samningur sem nú er í gildi var undirritaður 12. september 2011 og gildir frá 1. Júní það ár og til 31. Janúar 2014.
Vert er að hafa í huga að gildir kjarasamningar hafa lagalegt gildi sem lámarkslaun í þeim störfum sem þeir fjalla um. Það á jafnt við um þessa samninga eins og aðra kjarasamninga, sem gerðir eru á Íslandi.

Margir halda að engir samningar gildi ef starfsfólkið er ekki í stéttarfélagi og menn geti þá hagað greiðslum til verkafólks eftir sínu höfði, hvort sem er í landbúnaði eða öðrum störfum. Svo er þó ekki og gilda lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda um þessi störf eins og önnur sem samið hefur verið um.


Hér á eftir er upptalning á nokkrum atriðum sem vert er að hafa í huga:
 Samningurinn milli SGS og Bændasamtakanna gildir einnig fyrir ungmenni  frá 14 ára aldri.
 Samningurinn gildir fyrir 40 stunda vinnuviku, virkar 37 klukkustundir og 5 mín.
 Vinna umfram það skal greidd með yfirvinnu.
 Semja má um  rofinn  dagvinnutíma milli 07:00 og 19:00 þó aldrei meira  er virkar 7 klst. og 25. mín á dag og þess skal getið í ráðningarsamningi ef þannig er samið.
 Starfsmaður á rétt á 8 frídögum á mánuði og skylt er að veita 4 frídaga.
 Skýr ákvæði eru um aðbúnað ef búið er á staðnum.
 Tölur vegna fæðis og húsnæðis er hámark, semja má um lægri greiðslu.
 Þó að samið sé um hærri grunnlaun en getið er í kjarasamningum gilda önnur ákvæði samningsins óbreytt.
 Ef unnið er umfram átta stunda vinnudag 5 daga vikunnar er ráðlegt að skrifa hjá sér vinnutímann og æskilegt er að starfsmaðurinn og launagreiðandinn komi sér saman um hvernig sú tímaskrift fer fram

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com