Á undanförnum árum hefur Aldan lagt til fjármagn til samfélagsaðstoðar í Skagafirði.
Ekki varð breyting frá því á þessu ári og lagði félagið til styrki samtals að upphæð 300.000 krónur sem afhentir voru félagsaðstoð sveitarfélagsins og kirkjunni sem munu sjá um úthlutun þessara styrkja til þeirra sem á þurfa að halda en víða er þröngt í búi hjá fjölskyldum og einstaklingum í okkar litla samfélagi.
Á undanförnum árum hefur Aldan lagt til fjármagn til samfélagsaðstoðar í Skagafirði.
Ekki varð breyting frá því á þessu ári og lagði félagið til styrki samtals að upphæð 300.000 krónur sem afhentir voru félagsaðstoð sveitarfélagsins og kirkjunni sem munu sjá um úthlutun þessara styrkja til þeirra sem á þurfa að halda en víða er þröngt í búi hjá fjölskyldum og einstaklingum í okkar litla samfélagi.
Á meðfylgjandi mynd sjást þær séra Sigríður Gunnarsdóttir og Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi sveitarfélagsins taka við gjöfinni úr hendi formanns.