Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16 fjölmennustu íþróttafélögunum víðsvegar um landið. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna.

Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16 fjölmennustu íþróttafélögunum víðsvegar um landið. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna. Svo verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrána saman var fundið út mánaðargjald, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn. Sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána.

4. flokkur
Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 4. flokk eða 12 og 13 ára börn.
Dýrast er að æfa hjá Breiðabliki en þar kostar mánuðurinn 7.833 kr. eða 31.333 kr. fyrir 4 mánuði.
Ódýrast er að æfa hjá Þór á Akureyri en þar kostar mánuðurinn 5.000 kr. eða 20.000 kr. fyrir 4 mánuði.
Verðmunurinn er 57% eða 11.333 kr.

6. flokkur
Verðlagseftirlitið bar einnig saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn. Dýrast er að æfa hjá Breiðabliki og Íþróttabandalagi Akraness en þar kostar mánuðurinn 6.667 kr. eða 26.667 kr. fyrir 4 mánuði. Ódýrast er að æfa hjá Íþróttafélaginu Þór á Akureyri en þar kostar mánuðurinn 4.375 kr. eða 17.500 kr. Verðmunurinn er 52% eða 9.167 kr.

Sem dæmi um árgjald í 6. flokki á tímabilinu 1.10.20214-30.09.2015 þá kostar árið hjá Stjörnunni í Garðabæ 57.900 kr., hjá Haukum 69.000 kr. og Breiðabliki 80.000 kr.  Árgjald fyrir 2014-2015 hjá 4. flokki kostar 80.000 hjá Fjölni, 62.000 kr. hjá KR og 88.000 kr. hjá ÍA.

Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta sem í boði er á æfingum íþróttafélaganna er ekki metin.  Verðlagseftirlitið tekur heldur ekki tillit til fjáröflunar sem íþróttafélögin standa fyrir og eða styrkja frá sveitarfélögum hvorki æfingagallar, né keppnisgjöld eru með í gjaldinu sem borið er saman.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com