Samninganefnd SGS hittist á löngum fundi í Karphúsinu í gær til að móta kröfugerð SGS
fyrir komandi kjarasamninga en samningurinn rennur út 28. febrúar nk.
Samninganefnd SGS hittist á löngum fundi í Karphúsinu í gær til að móta kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga en samningurinn rennur út 28. febrúar nk. Áður höfðu aðildarfélög sambandsins sent sínar eigin kröfugerðir inn til SGS.
Eftir góðar umræður samþykkti nefndin samhljóða sameiginlega kröfugerð sem afhent verður Samtökum atvinnulífsins næstkomandi mánudag. Fundurinn var mjög góður, mikill hugur var í fundarmönnum og samstaðan ríkjandi.