Verðlagseftirlit ASÍ áætlar að varahlutir fyrir bifreiðar, s.s. bremsuklossar, stuðarar og stýrisendar sem áður báru 15% vörugjöld, ættu að lækka um 15,2% þegar horft er til afnáms vörugjalda og lækkunar vsk. úr 25,5% í 24%.
Verðlagseftirlit ASÍ áætlar að varahlutir fyrir bifreiðar, s.s. bremsuklossar, stuðarar og stýrisendar
sem áður báru 15% vörugjöld, ættu að lækka um 15,2% þegar horft er til afnáms vörugjalda og lækkunar vsk. úr 25,5% í 24%.
Niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ
Verðlagseftirlitið kannaði verð á varahlutum í byrjun október 2014 og svo aftur í apríl 2015. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu niðurstöður úr samanburði á verðkönnununum í október og apríl. Taflan sýnir fjölda þeirra varahluta sem eru í samanburðinum frá hverju fyrirtæki og hvernig verð hafa breyst á tímabilinu.
Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ.
Í ljós kemur að í 14% tilfella hækkar verð eða er óbreytt, í fjórðungi tilfella lækkar verð um 0-4,9%, í 17% tilfella um 5-9,9% og í 19% tilfella um 15% eða meira. Með öðrum orðum er verð í 81% tilfellum að lækka minna en sem nemur áhrifum af afnámi vörugjalda og lækkunar á vsk.
Þegar einstök fyrirtæki eru skoðuð nánar sést að hlutfallslega lækka Toyota, Hekla og Bílanaust verð oftast á bilinu 0-4,9%, Askja og Bernard oftast á bilinu 5-9,9%, Brimborg á bilinu 10-14,9% en algengasta hlutfallslega lækkunin hjá B/L og AB varahlutum er 15% eða meira. Það er því mjög misjafnt hvernig verð er að lækka á umræddu tímabili milli verslana.
Þessar niðurstöður vekja upp þá spurningu; hvers vegna er verð á bílavarahlutum ekki að lækka meira en raun ber vitni?
Bílabúð Benna og Stilling neituðu þátttöku á þeim tímapunkti sem upphafsmæling verðlagseftirlits fór fram.