Skip to main content
Aldan

Ný grein: Fæ ég koss í kaupbæti ?

By June 8, 2015No Comments

Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum hefur sent frá sér áhugaverða grein undir yfirskriftinni: Fæ ég koss í kaupbæti?, en greinin birtist m.a. á visir.is í dag. Í greininni vekja höfundar m.a. athygli á alvarleika og hárri tíðni kynferðislegrar áreitni hjá starfsfólki í hótel- og veitingagreinum.

Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum hefur sent frá sér áhugaverða grein undir yfirskriftinni: Fæ ég koss í kaupbæti?, en greinin birtist m.a. á visir.is í dag. Í greininni vekja höfundar m.a. athygli á alvarleika og hárri tíðni kynferðislegrar áreitni hjá starfsfólki í hótel- og veitingagreinum.

Þá krefjast höfundar aðgerða af hálfu atvinnurekenda til að vinna á þessu hvimleiða vandamáli, svo sem með því að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum.
Greinina í heild sinni má lesa hér að neðan :

Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni.

Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum.

Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt.

Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir.

Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað.

Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni.

Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOK

Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum
Tina M. Madsen, 3F, Danmörku
Clas Delp, Fellesforbundet, Noregi
Therese Guovelin, HRF, Svíþjóð
Markku Björn, PAM, Finnlandi
Finnbogi Sveinbjörnsson, SGS, Íslandi
Níels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com