Minnum á að desemberuppbót verslunar- og skrifstofufólks fyrir árið 2015 skal greiðast ekki síðar en 15. desember og er hún 78.000 krónur fyrir fullt starf. Uppbótin innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.
Minnum á að desemberuppbót verslunar- og skrifstofufólks fyrir árið 2015 skal greiðast ekki síðar en 15. desember og er hún 78.000 krónur fyrir fullt starf. Sé starfshlutfall minna reiknast upphæðin hlutfallslega í samræmi við það. Uppbótin innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
Hverjir eiga rétt á desemberuppbót?
Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma,
öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum
eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil
sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.
Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.