Skip to main content
AldanVMF

Mikill verðmunur á jólamat

By December 16, 2015No Comments

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Kannað var verð á 108 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði en sjá mátti allt að 147% verðmun.

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Kannað var verð á 108 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Korputorgi var með lægsta verðið í 50 tilvikum af 108, Krónan Lindum í 38 tilvikum og Víðir Skeifunni í 12 tilvikum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 56 tilvikum af 108, Hagkaup Holtagörðum í 22 tilvikum, Iceland Vesturbergi 17 og Fjarðarkaup í 11 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði en sjá mátti allt að 147% verðmun.

Mestur verðmunur reyndist vera á ódýrustu fersku jarðaberjunum sem fáanleg voru, en þau voru dýrust á 3.740 kr./kg. hjá Krónunni en ódýrust á 1.512 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum, verðmunurinn er 2.228 kr. eða 147%. Minnstur verðmunur að þessu sinni reyndist vera á Jólasíldinni frá ORA sem var dýrust á 829 kr. hjá Hagkaupum og Iceland en ódýrust á 773 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 7% verðmunur.

Mikill munur á vöruúrvali verslana
Engin verslun sem skoðuð var átti til allar vörurnar sem skoðaðar voru í mælingunni. Vöruúrval reyndist mest í verslun Krónunnar þar sem fáanlegar voru 96 vörur af 108, Fjarðarkaup átti til 94, Hagkaup 93 og Nettó Mjódd átti 91 vöru. Minnsta úrvalið var hjá hjá Víði en þar voru aðeins til 67 vörur af 108, Bónus átti 78 og Samkaup-Úrval átti 80.
Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má byrja á því að nefna að mikill verðmunur var á KEA hamborgarhrygg m/beini sem var ódýrastur á 1.485 kr./kg. hjá Víði en dýrastur á 1.898 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 28% verðmunur. Ódýrasti frosni kalkúnninn var ódýrastur á 1.185 kr./kg. hjá Víði en dýrastur á 1.699 kr./kg. hjá Iceland sem er 43% verðmunur. Jólabríe frá MS var ódýrastur á 632 kr. hjá Bónus en dýrastur á 849 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 34% verðmunur. Laufabrauðið frá Ömmubakstri var ódýrast á 1.785 kr. í Bónus en dýrast á 2.298 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 29% verðmunur. Konfektkassinn frá Nóa 135 gr. var ódýrastur á 935 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.298 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 39% verðmunur. Að lokum má nefna að Egils malt og appelsín ½ l. var ódýrast á 138 kr. hjá Víði en dýrast á 209 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 51% verðmunur. 

Nánari verðsamanburð má sjá á heimasíðu ASÍ

Kannað var verð á 108 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Víði, Fjarðarkaupum,  Samkaupum – Úrvali og Hagkaupum.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com