Skip to main content
AldanVMF

Fékkst þú launahækkun um síðustu mánaðamót ?

By March 4, 2016No Comments

Samkvæmt nýjum kjarasamningi sem samþykktur var 24.febrúar sl. skulu laun hækka frá 1.janúar 2016 og því þarf að leiðrétta laun afturvirkt.

Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ við SA frá 21. janúar 2016 var samþykktur þann 24. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt nýjum samningi kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði, í stað 5,5% launaþróunartryggingar.  Launahækkunin gildir frá 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016, sem þýðir að leiðrétta þarf laun fólks aftur í tímann.

Í ljósi þessa er vert að minna félagsmenn á að skoða vel launaseðla sína til að ganga úr skugga um að launahækkanirnar hafi örugglega skilað sér. Ef einhverjar spurningar vakna ættu félagsmenn ekki að hika við að hafa samband.

–Nýir kauptaxtar SGS og SA (almennur vinnumarkaður)

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com