Skip to main content
AldanVMF

Mjólkurvörur hækka mest milli ára

By April 11, 2016No Comments

Þegar bornar eru saman verðkannanir sem verðlagseftirlitið framkvæmdi í maí 2015 og nú í apríl 2016 má sjá að mjólkurvörur, ostar, kjötvörur og drykkjarvörur hafa almennt hækkað á milli kannana en innfluttar vörur í flestum tilvikum lækkað í verði.

Þegar bornar eru saman verðkannanir sem verðlagseftirlitið framkvæmdi í maí 2015 og nú í apríl 2016 má sjá að mjólkurvörur, ostar, kjötvörur og drykkjarvörur hafa almennt hækkað á milli kannana en innfluttar vörur í flestum tilvikum lækkað í verði. Af þeim vörum sem bornar eru saman í þessum tveimur mælingum má sjá þessar verðbreytingar endurspeglast í öllum verslunum. Á tímabilinu hefur almennt verðlag verið stöðugt og gengið styrkst um 9%.

Miklar verðhækkanir á mjólkurvörum á milli ára
Í öllum verslunum hefur vöruflokkurinn ostur, viðbit og mjólkurvörur hækkað en þar má m.a. sjá mikla hækkun á stoðmjólk eða á bilinu 4% – 9%. Þá hefur KEA kókosskyr, 200 g. hækkað um allt að 11%, 400 g. af MS rjómaosti til matargerðar hefur hækkað um allt að 8% og 250 g. af ósöltuðu smjöri hefur hækkað um 9% til 17%. Athygli vekur að nær allar vörur sem skoðaðar vöru í þessum vöruflokki hafa hækkað í verði í öllum verslunum á tímabilinu að undanskildu innflutta viðbitinu Bertolli sem hefur lækkað um allt að 7%.

Innfluttar vörur lækka
Af þeim vörum sem skoðaðar voru eru flestar þær sem lækkað hafa í verði á milli mælinga innfluttar vörur og má þar m.a. nefna Holger hveiti bruður sem hafa lækkað um allt að 13% og Pågen hveiti bruður sem hafa lækkað um allt að 16%. River grjón í 1 kg. umbúðum hafa einnig lækkað í verði, um allt að 28% sem og túrtappar frá o.b. sem hafa lækkað á bilinu 11% – 28%.

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur lækkað undanfarið ár sem ætti samhliða sterkara gengi að skila sér í verðlækkun á kaffi. Í samanburðinum voru skoðaðar nokkrar tegundir af kaffi. Má þar t.d. nefna Merrild mellemristet sem hefur lækkað á bilinu 3% – 16% og Senseó columbia 16 stk. sem hefur lækkað á bilinu 1% – 18%. Kílóverð á Morgundögg frá Kaffitári hefur hins vegar hækkað í verði um 11% – 25% en í fyrra var innihald pokanna minnkað úr 500gr. í 400gr. án þess að það endurspeglaðist í verði vörunnar.  

Samanburð milli verslana og tímabili má skoða á töfluformi hér

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miðast við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 11.5.2015. og 4.4.2016. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem í gildi eru á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Samkaupum Úrval, Hagkaupum, Víði og Iceland.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com