Skip to main content
AldanVMF

Penninn-Eymundsson oftast með lægsta verðið

By August 18, 2016No Comments

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum skólabókum þriðjudaginn 16.ágúst. Kannað var verð á 35 algengum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með lægsta verðið í mælingunni og Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið. Mikill munur var á úrvali verslananna, flestir titlana sem skoðaðir voru voru fáanlegir í verslun A4 – Skeifunni, en fæstir hjá Máli og menningu á Laugavegi.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum skólabókum þriðjudaginn 16.ágúst. Kannað var verð á 35 algengum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með lægsta verðið í mælingunni og Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið. Mikill munur var á úrvali verslananna, flestir titlanna sem skoðaðir voru voru fáanlegir í verslun A4 – Skeifunni, en fæstir hjá Máli og menningu á Laugavegi.

25-50% verðmunur á nýjum skólabókum
Af þeim nýju bókum sem skoðaðar voru átti A4 flesta titlana eða 34 af 35 og Penninn-Eymundsson átti 27. Fæstir titlarnir voru fáanlegir hjá Máli og menningu eða aðeins 12 af 35. Oftast var 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði á milli verslananna. Penninn-Eymundsson var oftast með lægsta verðið eða á 21 titli af 35, þar á eftir kom A4 með lægsta verðið á 15 titlum. Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið eða í báðum verslunum á 11 titlum af 35.

Mestur verðmunur í könnuninni var á Dönskum málfræðilykli, sem var dýrastur á 1.150 kr. hjá Máli og menningu Laugavegi en ódýrastur á 546 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem er 604 kr. verðmunur eða 111%. Minnstur verðmunur var á frönskubókinni „taxi! Méthode de français“ verkefnabók sem var dýrust á 1.548 kr. hjá A4 en ódýrust á 1.525 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem gerir 2% verðmun.
Af öðrum kennslubókum má nefna að dönskubókin „Gnist“ var dýrust á 3.890 kr. hjá Heimkaup.is en ódýrust á 2.924 kr. hjá A4 og Pennanum-Eymundsson sem er 33% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á bókinni „Félagsfræði 2“ sem var dýrust á 5.890 kr. hjá Forlaginu Fiskislóð en ódýrust á 4.049 kr. hjá A4 sem er 45% verðmunur. Þá má nefna vinnubókina „Þýska fyrir þig 1“ var dýrust á 3.990 kr. hjá Máli og menningu en ódýrust á 2.099 kr. hjá Pennanum-Eymundsson sem gerir 90% verðmun.

Sjá nánari niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ

Námsmenn ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört hjá verslunum við upphaf skólaárs t.d. var 25% afsláttur á nýjum bókum hjá A4 og Pennanum-Eymundsson þegar mælingin fór fram. Úrval notaðra bóka á skiptibókamörkuðum var mjög misjafnt eftir verslunum þegar könnunin var gerð en getur breyst með skömmum fyrirvara. Sú nýbreytni var að þessu sinni að taka Heimkaup.is með í mælinguna þar sem þeir eru með verslun á netinu og var könnun framkvæmd á sama tímabili hjá þeim sem og öðrum verslunum.

Kannað var verð í eftirtöldum verslunum: Pennanum-Eymundsson Kringlunni, A4 Skeifunni, Forlaginu Fiskislóð, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Mál og Menningu Laugavegi og Heimkaup.is.
Bóksala stúdenta Háskólatorgi neitaði þátttöku í könnunni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Einnig má benda neytendum á að bókabúðirnar gætu verið með staðgreiðsluafslátt og jafnvel afslætti til meðlima.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum eða við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com