Skip to main content
AldanVMF

Flest páskaegg hafa lækkað í verði síðan í fyrra

By April 12, 2017No Comments

Páskaegg hafa í flestum tilvikum lækkað í verði frá því í fyrra að því er fram kemur í samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ milli ára. Dæmi eru þó um allt að 10% hækkun á eggjum frá því í fyrra.

Páskaegg hafa í flestum tilvikum lækkað í verði frá því í fyrra að því er fram kemur í samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ milli ára. Dæmi eru þó um allt að 10% hækkun á eggjum frá því í fyrra.

Mesta lækkunin milli ára á páskaeggjum var hjá Iceland þar sem verð hefur ýmist staðið í stað milli ára eða lækkað um allt að 15%. Í Fjarðarkaupum lækkar einnig verð á flestum páskaeggjum sem til voru í báðum könnunum, um allt að 11% að undanskyldu Góu páskaeggi nr. 3 sem hækkar um 10% frá fyrra ári. Í Nettó lækkar verð á öllum þeim eggjum sem til voru í báðum könnunum, en þess má geta að engin egg frá Freyju voru fáanleg í Nettó þegar verðkönnunin var framkvæmd í fyrra og því nær samanburðurinn til fárra vöruliða. Í Bónus og Krónunni lækka flest egg sem til voru í báðum könnun um allt að 6% að undanskyldum eggjum frá Góu sem hækka í báðum verslunum sem og Draumaegg nr. 9 frá Freyju. Í Hagkaupum ýmist hækkar eða lækkar verðið milli ára en einungis reyndist unnt að bera saman verð á 7 af þeim 10 eggjum sem fáanleg voru í báðum könnunum vegna ófullnægjandi verðmerkinga.

Samanburður á páskaeggjum milli verslana.

Borið var saman verð í verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 6. apríl 2017 og þann 9. mars 2016. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana: Bónus, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa, Iceland og Víðis.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com