Orlofsuppbót skv. kjarasamningum LÍV er kr. 46.500 fyrir árið 2017 m.v. fullt starf. Hana skal greiða út 1.júní 2017 en laun og kauptaxtar hækka um 4,5% frá og með 1. maí 2017.
Orlofsuppbót skv. kjarasamningum LÍV er kr. 46.500 fyrir árið 2017 m.v. fullt starf og greiðist út 1.júní 2017. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótina skal greiða öllum starfsmönnum sem starfað hafa samfellt hjá atvinnurekanda í 12 vikur af síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.
Samkvæmt kjarasamningum Landssambands ísl. verslunarmanna hækka laun og kauptaxtar um 4,5% frá og með 1. maí 2017. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní næstkomandi.
Við hvetjum félagsmenn til að skoða launaseðlana vel og athuga hvort orlofsuppbótin og launahækkun skili sér ekki örugglega.