Þriðja þing ASÍ-UNG verður haldið 12. september nk. undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Öll aðildarfélög ASÍ, rúmlega fimmtíu talsins, eiga rétt á að senda fulltrúa á þingið.
Þriðja þing ASÍ-UNG verður haldið 12. september nk. undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Öll aðildarfélög ASÍ, rúmlega fimmtíu talsins, eiga rétt á að senda fulltrúa á þingið.
ASÍ-UNG er vettvangur fyrir fólk á aldrinum 16-35 ára til að láta rödd sína heyrast innan verkalýðshreyfingarinnar. Á þeim aldri er ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum, öðlast mikilvæga starfsreynslu, stofna fjölskyldur og kaupa íbúðarhúsnæði svo eitthvað sé nefnt.
Meðal helstu verkefna ASÍ–UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þeirra og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna. Þá er ASÍ-UNG ætlað að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.
Dagskrá þingsins má sjá hér og einnig á heimasíðu ASÍ-UNG