Skip to main content
Aldan

Átakið Vertu á verði fær góðar viðtökur

By November 8, 2013No Comments

Átakið Vertu á verði er herferð gegn verðhækkunum þar sem markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um verðlagsmál og virkja almenning í að vekja athygli samborgaranna á óeðlilegum hækkunum á vörum og þjónustu.

Vertu á verði – staða mála
Í febrúar hleypti ASÍ og aðildarfélög þess af stað herferð gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni  Vertu á verði.
Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar og er liður í eftirfylgni með samkomulagi ASÍ og SA við framlengingu kjarasamninga í upphafi árs.
Hugmyndin er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um verðlagsmál og virkja almenning í að vekja athygli samborgaranna á óeðlilegum hækkunum á vörum og þjónustu. Það skapar umræður og mikilvægt aðhald gagnvart kaupmönnum og þjónustuaðilum. 
 
Átakið hefur hlotið góðar viðtökur og heimasíðan www.vertuaverdi.is verið ágætlega sótt. Auglýsingar í nafni aðildarfélaga ASÍ hafa verið birtar í útvarpi og skjáauglýsingum í sjónvarpi auk auglýsinga á helstu vefmiðlum.
Um miðjan október höfðu um 450 athugasemdir verið settar inn á síðuna og um 47.000 manns heimsótt hana. Athygli vekur að fólk dvelur fremur lengi á síðunni eða í ríflega 3 mínútur að meðaltali, sem telst gott. Það segir okkur að þeir sem heimsækja síðuna lesa þær athugasemdir sem inn koma.

Það er full ástæða til að hvetja félagsmenn okkar til að vera áfram á verði, verðbólgan er á fullri ferð og ekki útlit fyrir að neitt lát sé á. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið tóninn með boðuðum gjaldskrárhækkunum og eins og áður er hætt við að í kjölfar kjarasamninga noti fyrirtækin launahækkanir sem skálkaskjól til verðhækkana sem enginn fótur er fyrir.
Áframhaldandi gott aðhald frá neytendum er því bráðnauðsynlegt.

Stöndum saman og veitum verslununum aðhald,
það er okkur öllum í hag !

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com