Atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og voru að meðaltali 6.803 manns án atvinnu í mánuðinum. Skráð atvinnuleysi jókst milli mánaða um 0,5 prósentustig, úr 3,2% í mars. Í lok apríl voru 326 fleiri atvinnulausir en í lok mars.
Atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og voru að meðaltali 6.803 manns án atvinnu í mánuðinum. Skráð atvinnuleysi jókst milli mánaða um 0,5 prósentustig, úr 3,2% í mars. Í lok apríl voru 326 fleiri atvinnulausir en í lok mars. Atvinnuleysi í apríl 2018 var 2,3% og er aukningin því 1,4 prósentustig milli ára. Hlutfallslega eru heldur fleiri konur atvinnulausar en karlar eða 3,8% meðan 3,6% karla eru á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar.
Töluverð fjölgun hefur á síðustu mánuðum orðið í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár, þeir voru 3.188 í desember en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Sömuleiðis hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í 6-12 mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Svo virðist því sem þeir sem missa atvinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður.