Skip to main content

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands voru að jafnaði 190.400 manns á aldrinum 16-74 ára á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2014. Þetta þýðir um 1% fjölgun frá sama tíma ári áður og 82,4% atvinnuþátttaka.

Samkvæmt nýjustu Hagtíðundum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn voru að jafnaði 190.400 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2014. Þetta þýðir um 1% fjölgun frá sama tíma ári áður og 82,4% atvinnuþátttaka.
Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 40.800 og er það fjölgun um 3,8%. Atvinnuþátttaka kvenna var 79,4% og karla 85,3%. Þess má geta að á þriðja ársfjórðungi í fyrra voru alls 188.500 á vinnumarkaði eða 82,7% atvinnuþátttaka og utan vinnumarkaðar voru þá 39.300. Atvinnuþátttaka kvenna var þá 79,8% og karla 85,7%.

Atvinnuleysi ekki mælst lægra síðan 2008
Á þriðja ársfjórðungi 2014 voru að meðaltali 7.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 4% vinnuaflsins.
Atvinnuleysi mældist 4,5% hjá konum og 3,5% hjá körlum. Samanburður þriðja ársfjórðungs 2014 við sama
ársfjórðung 2013 sýnir að atvinnulausum fækkaði um 600 og hlutfallið lækkaði um 0,4 prósentustig.
Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn lágt í ársfjórðungum síðan á fjórða ársfjórðungi 2008, en þá mældist atvinnuleysi einnig 4%.

Samantekt Hagstofunnar í heild sinni má nálgast hér.

Heimild: Hagstofa Íslands

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com