Skip to main content

Með breytingum á lögum um fæðingar og foreldraorlof sem samþykktar voru á Alþingi í desember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013
og svo í áföngum á árunum 2014, 2015 og 2016 er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum,
auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður 12 mánuðir vegna barna sem fæðast
(eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.

Með breytingum á lögum um fæðingar og foreldraorlof sem samþykktar voru á Alþingi í desember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013 og svo í áföngum á árunum 2014, 2015 og 2016 er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.
 
Helstu breytingarnar sem taka gildi vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2013 og síðar eru þessar:
 
a)    Hlutfall við útreikning fæðingarorlofs verður 80% af heildartekjum í viðmiðunarmánuðunum. Þó verðar greiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldris aldrei hærri en 350.000 kr. á mánuði.
 
b)   Allar lágmarksfjárhæðir taka hækkunum. Greiðslur í fæðingarorlofi til foreldris í 25-49% starfi í hverjum mánuði verða aldrei lægri en 94.938 kr. og til foreldris í 50-100% starfi í hverjum mánuði 131.578 kr. Fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi verður 131.578 kr. á mánuði og fæðingarstyrkur annarra 57.415 kr. á mánuði.
 
c)    Almennt fellur réttur til töku fæðingarorlofs niður við 24 mánaða aldur barns, eða eftir að barnið kemur inn á heimilið þegar um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða.
 
d)   Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs/fæðingarstyrks um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarorlofi með vottorði sérfræðilæknis.
 
e)    Einhleypar mæður sem hafa gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypir foreldrar sem hafa einir ættleitt börn eða tekið börn í varanlegt fóstur geta eftirleiðst nýtt fullt fæðingarorlof, þ.e. sama mánaðarfjölda og foreldrar hafa samtals.
 
Lögin kveða á um skyldur starfsmanna til að tilkynna atvinnurekenda um töku fæðingar- eða foreldraorlofs. Þá skilgreina þau réttarstöðu foreldra í fæðingar- eða foreldraorlofi gagnvart atvinnurekenda og ávinnslu réttinda meðan á orlofstöku stendur.
 
Fæðingarorlofið lengist í áföngum á næstu árum:
 
2014: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður tíu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014.  Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera þrír og hálfur mánuður og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir.
 
2015: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður ellefu mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2015. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera fjórir mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera þrír mánuðir.
 
2016: Réttur foreldra til fæðingarorlofs verður tólf mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2016. Sjálfstæður réttur foreldris til fæðingarorlofs skal vera fimm mánuðir og sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs vera tveir mánuðir.
 
Í meðfylgjandi upplýsingariti er gerð ítarleg grein fyrir efni laganna um fæðingar- og foreldraorlof og framkvæmd þeirra.
 



 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com