Skip to main content

Fallinn er dómur í Félagsdómi um fæðispeninga til hjúkrunarfræðings á vakt á kvöldin þar sem starfsfólkið hefur ekki aðgang að matstofu eins og kveðið er á um í kjarasamningi.

Fallinn er dómur í Félagsdómi um fæðispeninga til hjúkrunarfræðings á vakt á kvöldin þar sem starfsfólkið hefur ekki aðgang að matstofu eins og kveðið er á um í kjarasamningi.
Sama á við í samningum SGS við ríkið sem Aldan er aðili að.

Ákvæði í hjúkrunarfræðisamningunum:
Starfsmaður á vakt þegar matstofa vinnustaðar er ekki opin skal fá það bætt með fæðispeningum sem nema 380 kr. enda sé vinnuskylda starfsmanns a.m.k. 1 klst. fyrir og 1 klst. eftir umsamda matartíma á viðkomandi vakt sbr. tímasetningar matartíma í gr. 3.2.1.
 

Samsvarandi ákvæði í SGS samningunum:
Starfsmaður sem hefur ekki aðgang að matstofu en ætti að hafa það skv. gr. 3.4.1, skal fá það bætt með fæðispeningum sem nema 380 kr. fyrir hvern vinnuskyldudag enda séu þá uppfyllt neðantalin skilyrði:

1. Vinnuskylda starfsmanns sé minnst sem svarar hálfri stöðu á viku.
2. Starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11:00 – 
    14:00 að frádregnu matarhléi.
3. Matarhlé sé aðeins 1/2 klst.

Í málinu er viðkomandi starfsmaður hjúkrunarfræðingur á kvöld- og næturvöktum en matstofan er einungis opin milli kl. 08:00 og 15:00. Starfsfólki gefst kostur á að panta mat fyrir kvöld- eða næturvakt en pöntun þarf að berast fyrir kl. 13. Matarbakki fer upp á deild viðkomandi starfsmanns og hægt að hita matinn þar.

Dómurinn metur það að skilyrði greinar 3.4.3 til greiðslu fæðispeninga séu uppfyllt:
Matstofan er lokuð, starfsmaður er á vakt á lokunartíma og skilyrði uppfyllt varðandi tímasetningu vinnuskyldu og matartíma. Matstofa er skilgreind í kjarasamningi sem sá staður „þar sem hægt er að bera fram heitan eða kaldan mat, aðfluttan eða eldaðan á staðnum.“

Mat dómsins að sú aðstaða sem er fyrir hendi (bítibúr, lítil setustofa með örbygljuofni og kaffivél) geti ekki talist matstofa og því ber að greiða hjúkrunarfræðingnum fæðispeninga að upphæð 380 kr. fyrir hvern vinnuskyldudag.

Málið er nr.11/2013 í Félagsdómi

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com