Skip to main content

Stéttarfélögin í Skagafirði stóðu fyrir sinni árlegu hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks í gær. Dagskráin fór fram í sal Fjölbrautaskólans og var hún að venju afar vel sótt.

Stéttarfélögin í Skagafirði stóðu fyrir sinni árlegu hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks í gær. Dagskráin fór fram í sal Fjölbrautaskólans og var hún að venju afar vel sótt.

Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags setti hátíðina og Geirmundur Valtýsson spilaði af sinni alkunnu snilld á nikkuna undir borðhaldi en Kvenfélag Skarðshrepps reiddi fram dýrindis kaffiveitingar.

Aðalræðumaður dagins var Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri og Starfsgreinasambands Íslands. Launafólk landsins stendur nú í harðvítugri kjarabaráttu með tilheyrandi verkfallsaðgerðum og nefndi Björn m.a. í ræðu sinni nauðsyn þess að gleyma ekki allri þeirri baráttu sem liggur að baki þeim réttindum okkar og kjörum sem stundum þykja sjálfsögð í dag. Ræðu Björns má lesa í heild sinni hér.

Nemendur úr 10.bekk Árskóla á Sauðárkróki sungu nokkur lög og mátti heyra á gestum mikla ánægju yfir því að heyra Skólasönginn sunginn. Þá steig Leikfélag Sauðárkróks á sviðið og flutt 2 lög og því næst söng Kirkjukór Sauðárkrókskirkju nokkur rómantísk og falleg vorlög.

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com