Skip to main content
AldanVMF

Forstjórar með tugföld árslaun á við venjulegt launafólk

By September 3, 2014No Comments

Á heimasíðu ASÍ kemur fram að fyrir bankahrun sáum við í íslensku atvinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum sem þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verkamenn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun ASÍ sýnir nefnilega að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eru með tugföld árslaun venjulegs launafólks.

Á heimasíðu ASÍ kemur fram að fyrir bankahrun sáum við í íslensku atvinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum sem  þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verkamenn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun ASÍ sýnir nefnilega að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eru með tugföld árslaun venjulegs launafólks.

Til að setja kjör æðstu stjórnenda í samhengi er gagnlegt að skoða þau í samanburði við aðra hópa. Til að gera það höfum við reiknað svokallað launahlutfall forstjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkaði í júlí 2014. Launahlutfallið skoðum við annars vegar út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks í landinu –  sem segir til um hversu  marga fullvinnandi verkamenn þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda fyrirtækisins. Hins vegar skoðum við launahlutfallið út frá meðallaunum starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki – sem segir til um hversu marga almenna starfsmenn viðkomandi fyrirtækis þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnandans. Skoðaðar eru tölur fyrir árin 2011 – 2013.

Upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda eru fengnar úr ársreikningum fyrirtækjanna.

Til að skoða hlutfall á milli tekna stjórnendanna og verkafólks eru notaðar launaupplýsingar frá Hagstofu Íslands um meðaltal heildarlauna fullvinnandi verkafólks á almennum vinnumarkaði.

Lesa fréttina í heild sinni á heimasíðu ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com