Hlutastörf algengust á Íslandi
Í skýrslunni kemur fram að hlutfall fólks í hlutastörfum í umönnunar- og heilbrigðisgeiranum er hæst á Íslandi. Þvert á það sem á við um Danmörku, Noreg og Svíþjóð fer þetta hlutfall vaxandi hér á landi. Þá kemur og fram að í öllum löndunum eru konur í meirihluta þeirra sem eru í hlutastörfum og er hlutfallið einnig hæst á Íslandi.
Í yfirlýsingu sem leiðtogar alþýðusambanda og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum hafa birt í tilefni skýrslunnar segir:
„Norrænu jafnaðarflokkarnir og verkalýðshreyfing Norðurlanda líta svo á að full, föst störf séu mikilvægur hornsteinn í norrænu velferðarlíkaninu. Þessari skýrslu fylgja pólitísk meðmæli sem við leggjum til að verði fylgt eftir í hverju landi fyrir sig:
- Tilboð um fullt starf á að fara framar á forgangslistann hjá verkalýðshreyfingunni og flokkunum sem sjálfsagt mál fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu.
- Opinber fjármögnun heilbrigðis- og umönnunarþjónustu þarf að vera fullnægjandi, og sums staðar þarf að styrkja stöðu fullra starfa á vinnumarkaðnum og í samfélaginu.
- Takmarka þarf eignarhald einkaaðila í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu.
- Áhrif starfsfólks og notenda þjónustunnar á starfsemina á að þróa áfram.”