Skip to main content
AldanVMF

Framkvæmdastjóri ASÍ fagnar verðlækkun IKEA

By August 19, 2015No Comments

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ fagnar þeirri ákvörðun IKEA að lækka vöruverð hjá sér um 2,8%. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt verslun í landinu fyrir verðhækkanir á meðan gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, olíuverð er í lágmarki og veltuaukning vegna fjölgunar ferðamanna hefur verið umtalsverð.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ fagnar þeirri ákvörðun IKEA að lækka vöruverð hjá sér um 2,8%. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt verslun í landinu undanfarna mánuði fyrir verðhækkanir á meðan gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, olíuverð er í lágmarki og veltuaukning vegna fjölgunar ferðamanna hefur verið umtalsverð.

„Aðgerðir IKEA staðfesta það sem við höfum verið að segja. Og þeir kvarta ekki yfir kjarasamningunum sem gerðir voru í vor eins og svo margir verslunareigendur,“ segir Guðrún Ágústa. „Þetta er til fyrirmyndar og ef fleiri verslanir fylgja fordæmi IKEA þá sjáum við áfram hóflega verðbólgu á Íslandi og kaupmáttaraukninguna sem allir þrá.“

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com