Skip to main content

Skráning á námskeið stendur nú yfir

Langar þig í djúpnærandi slökun, þarftu að læra betur á IPadinn þinn eða langar þig að verða betri í að meta gæði mataræðis þíns? Þá skaltu endilega skrá þig á námskeið hjá Farskólanum því Aldan býður félagsmönnum sínum frítt á þessi námskeið.

Fyrirhugað er að halda nokkur námskeið hjá Farskólanum og mun Aldan bjóða félagsmönnum sínum á þessi námskeið, þeim að kostnaðarlausu. Skráning stendur nú yfir og eru félagsmenn Öldunnar hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.

Athugið að námskeiðin verða ekki haldin nema næg þátttaka fáist svo mikilvægt er að skrá sig strax til að auka líkur á því að námskeiðin verði haldin.

Enn eru laus sæti á eftirtalin námskeið:  (ýttu á nafn námskeiðs til að lesa nánari lýsingu)

Fljóta – slaka – njóta

Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa  

IPad námskeið – hagnýtt námskeið fyrir byrjendur

Skráning fer fram á heimasíðu Farskólans eða í síma 455 6010.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com