Fundur hjá ríkissáttasemjara sem haldinn var í dag með samninganefnd Starfsgreinasambandsins og Samtökum atvinnulífsins reyndist áranguslaus að mestu. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilunni.
Fundur hjá ríkissáttasemjara sem haldinn var í dag með samninganefnd Starfsgreinasambandsins og Samtökum atvinnulífsins reyndist áranguslaus að mestu. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilunni.
Svohljóðandi bókun var lögð fram:
,,Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau muni hvorki gera kjarasamninga við Starfsgreinasamband Íslands né aðra nema því aðeins að Samtök atvinnulísins leysi fyrst úr ágreiningi sínum við ríkisvaldið um stöðu sjávarútvegsins og að viðunandi niðurstaða fáist í það mál. ,,Samtök atvinnulífsins þrýsta því á af fullum þunga að málið sé klárað,“ segir m.a. á vefsíðu SA þann 28. janúar s.l.
Þessi krafa Samtaka atvinnulífsins, sem sett er fram í viðræðum um gerð kjarasmnings milli aðila vinnumarkaðarins, er ætlað að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma eitthvað sem þeim ber ekki að gera samkvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og varða aðila vinnumarkaðarins út af fyrir sig.
Sé það eindreginn vilji Samtaka atvinnulífsins að vanvirða gildandi lög í landinu um meðferð kjaraviðræðna eru þær viðræður árangurslausar.”