Stéttarfélögin héldu sína sameiginlegu hátíðarsamkomu í tilefni baráttudagsins 1.maí. Samkoman var að venju vel sótt og tókst afar vel. Það eru Aldan stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Kjölur sem standa að hátíðinni sem haldin var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Stéttarfélögin héldu sína sameiginlegu hátíðarsamkomu í tilefni baráttudagsins 1.maí. Samkoman var að venju vel sótt og tókst afar vel. Það eru Aldan stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Kjölur sem standa að hátíðinni sem haldin var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hófst hún kl. 15.
Hjörtur Geirmundsson, formaður Verslunarmannafélags Skagafjarðar setti hátíðina en ræðumaður dagsins var Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Geirmundur Valtýsson spilaði á nikkuna og nemendur úr Varmahlíðarskóla fluttu bæði ný og gömul lög. Íris Olga Lúðvíksdóttir og Gunnar Rögnvaldsson skemmtu síðan gestum eins og þeim er einum lagið þegar þau fluttu ýmsar útgáfur af allskyns vorlögum.
Við þökkum gestum okkar fyrir samveruna, öllum flytjendum fyrir þeirra frábæra framlag og Kvenfélagi Skarðshrepps fyrir glæsilegar veitingar.