Bónus oftast með lægsta verðið á páskaeggjum
Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var 25. mars, kl. 11:00, var Heimkaup oftast með lægsta verðið á matvöru, í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 32 tilvikum.
Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var 25. mars, kl. 11:00, var Heimkaup oftast með lægsta verðið á matvöru, í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 32 tilvikum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið, í 34 tilvikum en Iceland næst oftast, í 24 tilvikum. Mikill verðmunur var í öllum matvöruflokkum en í 37 tilvikum af 88 var yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði á matvöru (dagvöru) í könnuninni en þar af var verðmunurinn yfir 60% í 23 tilvikum.
Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum í könnuninni, í 17 tilvikum en Hagkaup oftast með hæsta verðið í 21 tilviki. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum væri 10-20%. Mestur munur á hæsta og lægsta verði var 37% munur á Góu hrauneggi nr. 4 en lægst var verðið í Bónus, 1.098 kr. en hæst í Hagkaup og Iceland, 1.499 kr.
Allt að 37% verðmunur á páskaeggjum
Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum, í 17 tilvikum af 23 en Hagkaup oftast með það hæsta, í 21 tilviki. Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis 1 kr. á verði þó dæmi væru um meiri verðmun á páskaeggjum milli verslananna. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum í könnunum væri 10-20% eða í 15 tilvikum af 23. Í 5 tilvikum var innan við 10% munur á hæsta og lægsta verði, í tveimur tilvikum var 20-30% munur.
Mesti munur á hæsta og lægsta verði af páskaeggjum var á Góu Páskaeggi nr. 4, 37%. Lægst var verðið í Bónus, 1.098 kr. en hæst í Iceland og Hagkaupum, 1.499 kr. Í krónum talið var mestur munur á Nóa Siríus konfekt páskaeggi, 581 kr. en lægsta verðið var í Heimkaup, 2.907 kr. og hæsta verðið í Fjarðarkaupum, 3.488 kr.
Sjá nánar í frétt á heimasíðu ASÍ
77% verðmunur á ýsuflökum
Heimkaup var oftast með lægsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru, í 37 tilvikum og Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í 34 tilvikum, Iceland næst oftast, í 24 tilvikum, Fjarðarkaup í 18 og Kjörbúðin í 18 tilvikum. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á matvöru (dagvöru) væri undir 20% eða í 26 tilfellum af 89. Í 23 tilvikum var 20-40% munur á hæsta og lægsta verði, í 14 tilvikum 40-60% og í 23 tilvikum yfir 60% verðmunur.
Kjöt- og mjólkurvörur eru mikið keyptar auk þess að vera nokkuð dýrar vörur en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokkum. Þannig var 40% munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti, lægst var verðið í Nettó og Iceland, 1.399 kr. kg. en hæst í Fjarðarkaupum, 1.952 kr. Þá var 47% eða 604 kr. munur var á hæsta og lægsta kílóverði af ókrydduðu frosnu lambalæri. lægst var verðið í Bónus og Iceland, 1.298 kr. en hæst í Hagkaup, 1.899 kr. Einnig var mikill verðmunur á fiski en 77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.
66% munur á hæsta og lægsta verði á hálfu samlokubrauði
Mikill verðmunur var í ýmsum öðrum vöruflokkum eins og brauðmeti, kexi og morgunkorni og hreinlætisvörum. Í flokki brauðmetis var yfirleitt yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði. Sem dæmi má nefna 66% mun á hæsta og lægsta verði af hálfu samlokubrauði frá Myllunni. Lægst var verðið í Heimkaup, 265 kr. en hæst í Iceland, 439 kr. 70%. Þá var 69% munur á hæsta og lægsta verði af skúffukökumöffins frá Kexsmiðjunni, lægst var verðið í Fjarðarkaupum, 643 kr. en hæst var verðið í Iceland, 1.089 kr.
Dæmi um mikinn verðmun á hreinlætisvörum er 130% munur á hæsta og lægsta kílóverði af Ariel þvottadufti og 128% á stykkjaverði af Finish Powerball uppþvottatöflum. Einnig var mikill verðmunur á ýmissi þurrvöru og dósamat en 90% munur var á hæsta og lægsta verði af Dan sukker púðursykri. Lægst var verðið í Heimkaup, 147 kr. en hæst í Iceland, 279 kr.
Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.