Skip to main content

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, efnir til málþings um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu laugardaginn 12. janúar kl. 13-16. Markmiðið er að þroska enn frekar umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag.

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, efnir til málþings um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu laugardaginn 12. janúar kl. 13-16. Markmiðið er að þroska enn frekar umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag.

Efnt er til málþingsins með stuðningi ASÍ, BRSB, BHM og Eflingar stéttarfélags. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir.

Dagskrá:

  • Björn Þorsteinsson prófessor opnar málþingið fyrir hönd stjórnar Öldu.
  • Aidan Harper, New Economics Foundation: Skemmri vinnuvika og lífsgæði, áhrif á náttúruna og samfélagið. Tengsl við aukna framleiðni.
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB: Styttri vinnuvika – Eftir hverju erum við að bíða? Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ríkisins.
  • Ragnar Þór Ingólfsson, VR. Stytting vinnuvikunnar, nýr fókus.
  • Kaffihlé kl. 14:20
  • Ragnheiður Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar: Reynslusaga um styttingu vinnudagsins.
  • Guðmundur D. Haraldsson, Öldu: Vinnustundir á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, svolítið um Eflingarskýrsluna

Pallborðsumræður:
Guðmundur D. Haraldsson.
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis.
Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com