Skip to main content

Mikil óánægja ríkir meðal almennings varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslumvið greiðsluvanda heimilanna. Meira en 90% telja ekki nóg að gert, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ.

Mikil óánægja ríkir meðal almennings varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslumvið greiðsluvanda heimilanna. Meira en 90% telja ekki nóg að gert, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ. 


Óánægjan með takmarkaðar aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna greiðsluvanda heimilanna er mikil ef marka má niðurstöðurnar.  Níu af hverjum tíu segir ekki nóg gert.  Þetta er nánast sama niðurstaða og í júní 2009 þrátt fyrir að félagsmálaráðherra hafi sett greiðslujöfnun á öll húsnæðislán í skilum í desember sl. og fjármálastofnanir hafi boðið upp á ýmis úrræði fyrir einstaklinga í fjárhagsvanda í haust.  Óánægjan er meiri meðal kvenna en karla og áberandi mikil meðal þeirra sem misst hafa vinnuna.  Þegar spurt var hvað stjórnvöld eigi að gera meira en þau hafa nú þegar gert til að mæta greiðsluvanda heimilanna nefndu langflestir niðurfellingu skulda eða lækkun höfuðstóls.13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi húsnæðislán og 12% afnám verðtryggingar.  Langflest svörin snéru þannig að lækkun eða leiðréttingu fasteignalána. 


Sjá nánar

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com