Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær voru tvær ályktanir samþykktar.
Sú fyrri fjallar um skýrslu OECD þar sem m.a. er lagt til að lögverndun tiltekinna starfsstétta verði aflögð og rekstur Keflavíkurflugvallar verði settur í hendur einkaaðilum. Þessum hugmyndum og fleirum sem koma fram í skýrslunni mótmælir miðstjórn ASÍ harðlega.
Í hinni ályktuninni er þess krafist að fjármálastofnanir skili vaxtalækkunum og lækkun bankaskatts til neytenda auk þess sem hækkun vaxtaálags bankanna er harðlega mótmælt.