Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskrána, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskrána, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað.

Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði, er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Akureyrarkaupstað um 6%. Fyrir níu tíma vistun er mesta hækkunin, líkt og í 8 tíma vistun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Garðabæ um 4%. Þess ber þó að geta að gjaldið fyrir 9 tíma vistun er lægst í Skagafirði af öllum sveitarfélögunum.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað hjá sér gjaldskrána milli ára er lækkunin fyrir 8 tíma með fæði 3,3% og fyrir forgangshópa 1,4%.

8 tíma vistun – 45% verðmunur á Garðabæ og Reykjavík
Mikill verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaganna fyrir 8 tíma vistun ásamt fæði. Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er hjá Garðabæ 36.380 kr. en lægst hjá Reykjavíkurborg 25.020 kr. sem er 11.360 kr. verðmunur á mánuði eða 45%.

Mesta gjaldskráhækkunin var hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% úr 30.181 kr. í 32.597 kr. eða um 2.416 kr. á mánuði og hjá Akureyrarkaupstað hækkaði gjaldið um 6,3% úr 31.871 kr. í 33.870 kr. Garðabær, Fljótsdalshérað, Akranes, Árborg og Kópavogur hafa hækkað gjaldskrána um 2-4% en Vestmannaeyjar, Ísafjarðabær og Reykjanesbær hafa hækkað gjaldskrána um 1% eða minna. Þau sveitarfélög sem ekki hafa hækkað á milli ára eru Fjarðarbyggð, Mosfellsbær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes.

 

Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjaldskrána en í fyrra kostaði mánuðurinn 25.880 kr. en nú 25.020 kr. sem er 860 kr. lækkun eða 3,3%, en það gera 10.320 kr. á ári í sparnað fyrir foreldra.

Reykjavík eina sveitarfélagið sem lækkar 9 tíma vistun 
 Níundi tíminn er hjá flestum sveitarfélögunum með annað tímagjald og er oftast dýrari en átta stundirnar á undan. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjaldskrána á milli ára eða úr 38.380 kr. í 36.740 kr. sem er lækkun um 1.640 kr. eða 4,3%.

Hæsta gjaldið fyrir 9 tíma vistun er hjá Fljótsdalshéraði en þar kostar mánuðurinn 44.880 kr. en lægsta gjaldið er í Skagafirði 35.324 kr. sem er 9.556 kr. verðmunur á mánuði eða 27%. Líkt og fyrir 8 tíma vistun, hefur Sveitarfélagið Skagafjörður hækkað gjaldskrána mest eða um 8% á milli ára, en sveitarfélagið er samt með lægsta mánaðargjaldið af þeim sveitarfélögum sem borin eru saman. Garðabær hefur hækkað um 4,3% úr 41.900 kr. í 43.700 kr., á Akranesi hefur gjaldskráin hækkað um 3,4% og hjá Sveitarfélaginu Árborg um 2,9%.

Þau sveitarfélög sem ekki hafa hækkað gjaldskrá sína fyrir níu tíma vistun ásamt fæði milli ára eru Fjarðarbyggð, Mosfellsbær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes. Akureyri er eina sveitarfélagið í samanburðinum sem býður ekki upp á vistun í níu klukkustundir.

 

Forgangshópar
 Allt að 80% verðmunur er á hæsta og lægsta mánaðargjaldi fyrir forgangshópa (einstæðir foreldarar, öryrkjar, námsmenn) í 8 tíma vistun ásamt fæði, en lægsta gjaldið fyrir þessa þjónustu greiða foreldrar í Reykjavík 15.100 kr. en eins og áður hefur komið fram lækkaði Reykjavíkurborg gjaldskrána og nemur lækkunin fyrir forgangshóp 1,4%. Hæsta gjaldið greiða foreldrar í Reykjanesbæ 27.120 kr. sem er 12.020 kr. verðmunur.

Systkinaafsláttur er mjög misjafn milli sveitarfélaga, frá 25-75% fyrir annað barn og 50-100% fyrir það þriðja, en aðeins er veittur afsláttur af gjaldi en ekki fæði.

Nánari upplýsingar um verð á dagvistun má sjá með því að smella hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com