Af þeim 520 sem voru á kjörskrá Öldunnar greiddu einungis 58 manns atkvæði, sem gerir 11,15% kjörsókn.
Á kjörskrá hjá Öldunni stéttarfélagi voru 520 manns sem starfandi voru eftir kjarasamningi SGS og SA í janúar og febrúar. Greidd atkvæði voru 58, sem gerir 11,15% kjörsókn.
Atkvæðin skiptust með eftirfarandi hætti:
JÁ sögðu 29, eða 50%
NEI sögðu 28, eða 48,28%
1 tók ekki afstöðu, eða 1,72%
Kjarasamningurinn er því samþykktur.