Hagdeild ASÍ spáir 3,2% hagvexti í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2015. Hagvöxturinn verður í vaxandi mæli drifinn áfram af aukinni einkaneyslu og fjárfestingu en vægi utanríkisviðskipta í hagvextinum fer minnkandi.
Hagdeild ASÍ spáir 3,2% hagvexti í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2015. Hagvöxturinn verður í vaxandi mæli drifinn áfram af aukinni einkaneyslu og fjárfestingu en vægi utanríkisviðskipta í hagvextinum fer minnkandi.
Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í árslok 2014 og verði þá komin í ríflega 3%. Verðbólga verði að jafnaði 3,9% á árinu 2015 en lækki heldur eftir það og verði undir lok spátímans 2,7%. Þróun verðlags ræðst að miklu leyti af útfærslu og tekjuskiptingaráhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og áhrifum þeirra á einkaneyslu. Vaxandi innflutningur, þegar líður á spátímann, mun setja þrýsting á gengi krónunnar sem skilar sér í versnandi verðbólguhorfum.
Hagur heimilanna vænkast m.a. vegna áforma stjórnvalda um skuldalækkun heimilanna. Þá hefur aukinn stöðugleiki gengis og verðlags jákvæð áhrif á heimilin á fyrri hluta spátímabilsins.
Atvinnuástandið batnar en gera má ráð fyrir að störfum fjölgi og dragi úr atvinnuleysi þó að það verði áfram mikið í sögulegu samhengi.