Skip to main content
AldanVMF

Öruggt húsnæði á ekki að vera forréttindi

By May 17, 2018No Comments

Ályktun frá miðstjórn ASÍ

Húsnæðismál launafólks eru í algjörum ólestri. Stöðugt fleiri þurfa að reiða sig á óöruggan leigumarkað og nota stóran hluta launa sinna til að borga okurleigu. Þessi staða bitnar verst á þeim sem standa höllum fæti fyrir. Þetta er fátækragildra.

Húsnæðismál launafólks eru í algjörum ólestri. Stöðugt fleiri þurfa að reiða sig á óöruggan leigumarkað og nota stóran hluta launa sinna til að borga okurleigu. Þessi staða bitnar verst á þeim sem standa höllum fæti fyrir. Þetta er fátækragildra.
Miðstjórn ASÍ krefst þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Alþingi axli nú þegar ábyrgð á að leysa húsnæðisvandann með raunhæfum aðgerðum. Tryggja verður fjármögnun vegna a.m.k. 1.000 íbúða á ári til leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og setja reglur sem treysta rétt leigjenda. Um leið verður að aðstoða ungt fólk og aðra sem eignast vilja eigið húsnæði með eflingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins og hagkvæmara húsnæðislánakerfi á forsendum heimilanna. Húsnæðisöryggi á að vera sjálfsögð mannréttindi, ekki forréttindi.
Aðildarfélög ASÍ settu húsnæðismálin á oddinn við gerð síðustu kjarasamninga með nokkrum árangri. Nú liggur hins vegar fyrir að stjórnvöld ætla að svíkja þau loforð sem þá voru gefin því það vantar 600 milljónir króna á ári til að hægt verði að byggja það sem lofað var. Ekki stendur til að mæta þessu ef marka má fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com