Samninganefnd ASÍ hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 15 vegna úrskurðar kjararáðs frá því í gær. Óhætt er að segja að úrskurður kjararáðs komi eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar sem á þingi ASÍ í síðustu viku fjallaði um mikilvægi sáttar og samstöðu á vinnumarkaði.
Samninganefnd ASÍ hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 15 vegna úrskurðar kjararáðs frá því í gær.
Óhætt er að segja að úrskurður kjararáðs komi eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar sem á þingi ASÍ í síðustu viku fjallaði um mikilvægi sáttar og samstöðu á vinnumarkaði ef það á að vera hægt að koma hér á nýju samningalíkani að Norrænni fyrirmynd. Það er afar sérstakt að ríkið fari fremst í því að eyðileggja möguleikann á sátt á vinnumarkaði.