Skip to main content

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins átti fund í dag með Samtökum atvinnulífsins. Í kjölfar þess fundar var ákveðið að vísa kjaradeilunni til sáttasemjara.

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins átti fund í dag með Samtökum atvinnulífsins. Í kjölfar þess fundar var ákveðið að vísa kjaradeilunni til sáttasemjara.
Svohljóðandi yfirlýsing var samþykkt á samninganefndarfundinum:

„Í kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands (SGS) sem lögð var fyrir Samtök atvinnulífsins í byrjun nóvember var lögð áhersla á hækkun lægstu launa. Lögð var til blönduð leið prósentu og krónutöluhækkana til að koma í veg fyrir það ranglæti að lægst launaða fólkið fengi minnst og það hæst launaða mest. Lagt var til að við lægstu taxtana bættust 20.000 krónur og þykir mörgum það vera hógvær krafa. Samtök atvinnulífsins hafnaði kröfunum samstundis.
Í kjölfarið ákvað samninganefnd Starfsgreinasambandsins að freista þess að fara í viðræður við SA í samfloti við önnur landssambönd undir hatti samninganefndar ASÍ. Nú er komið í ljós að SA leggst ennþá eindregið gegn tilraunum til að hækka lægst launaða fólkið á vinnumarkaði með krónutöluhækkunum og við það getur hvorki samninganefnd ASÍ né samninganefnd SGS unað.

Samninganefnd SGS hefur því ákveðið að vísa kjarasamningsviðræðum til ríkissáttasemjara enda er talið vonlítið um frekari árangur í samningaumleitunum. Jafnframt verður aðgerðarhópur SGS kallaður saman í framhaldinu.“

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com