Skip to main content
AldanVMF

Skattbyrði aukist langmest hjá þeim tekjulægstu

By August 29, 2017No Comments

Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um skattbyrði launafólks

Samkvæmt nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks hefur skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 en aukningin er langmest hjá þeim tekjulægstu.

Samkvæmt nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks hefur skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 en aukningin er langmest hjá þeim tekjulægstu. Þegar skoðað er samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar, auk barna- og vaxtabóta, hefur t.d. skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) í heildina aukist um 21 prósentustig á umræddu tímabili. Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði.

Þessa þróun má einkum rekja til þess að:

  • Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest.
     
  • Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega á tímabilinu og fækkað í þeim hópi sem fær greiddar vaxtabætur vegna tekju og eignaskerðinga.
    ◦Tekjulágt barnafólk með lágmarks eigið fé (20%) í húsnæði sínu fær í dag lítinn sem engan stuðning í gegnum vaxtabótakerfið.
     
  • Íslenska barnabótakerfið er veikt og dregur eingöngu úr skattbyrði einstæðra foreldra og allra tekjulægstu para.
    ◦Pör með börn sem hafa tekjur við neðri fjórðungsmörk fá nánast enga skattaívilnun vegna framfærslu barna og hafa því nánast sömu skattbyrði og þeir sem engin börn hafa á framfæri.
     
  • Húsaleigubótakerfið hefur þróast með sama hætti og önnur tilfærslukerfi og því hefur dregið úr stuðningi við launafólk á leigumarkaði.
    ◦Nýtt húsnæðisbótakerfi bætir nokkuð hag láglauna einstaklinga og einstæðra foreldra á leigumarkaði en láglauna pör fá eftir sem áður lítinn eða engan stuðning vegna leigukostnaðar.

Skýrsluna um skattbyrði launafólks má lesa í heild sinni hér.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com