Skip to main content

Í nýrri, árlegri skýrslu Fjármálaeftirlitsins, kemur fram að lífeyriskerfið hefur náð sömu stærð og fyrir hrun, ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu – eða 137%. Raunávöxtun á árinu 2011 var 2,5%, en var neikvæð um 3,7% sl. fimm ár.

FME hefur birt árlega skýrslu sína með samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða 2011.


Í skýrslunni er að finna upplýsingar um alla starfandi lífeyrissjóði á Íslandi. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að eignir íslenskra lífeyrissjóða voru í árslok 2011 137% af vergri landsframleiðslu og hefur kerfið því náð sömu stærð á þennnan mælikvarða og það hafði fyrir hrun bankanna.


Eignir sjóðanna skiptast þannig að eignir samtryggingadeilda lífeyrissjóða nema 1.889 milljörðum, eignir séreignadeilda lífeyrissjóða nema 209 milljörðum og séreign í vörslu annarra en lífeyrissjóða nemur 132 milljörðum króna.


Raunávöxtun á árinu 2011 var að meðaltali 2,5%, samanborið við 2,7% árið á undan. Sl. 5 ár var raunávöxtunin neikvæð um 3,7% að meðaltali.


Iðgjöld sem greidd voru til sjóðanna á árinu 2011 námu 117 milljörðum króna og útgreiddur lífeyrir á árinu nam 79 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður sjóðanna nam að meðaltali 0,24% af eignum.


Eignasamsetning sjóðanna hefur breyst mikið frá hruni. Þannig hafa skuldbréf með ríkisábyrgð vaxið úr 24% eigna í 43% og hlutabréf hafa lækkað úr 30% eigna í 19% eigna.


Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er stærsti sjóðurinn með 17% heildareigna, Lífeyrissjóður verslunarmanna er með 15,5%, Gildi lífeyrissjóður með 11,9% eigna og Stapi lífeyrissjóður er í fjórða sæti með 5,3% heildareigna.


Tryggingafræðileg staða sjóðanna í heild er neikvæð. Sjóðir án ábyrgðar launagreiðenda vantar að meðaltali 6,3% upp á að eiga fyrir lífeyrissloforðum. Í sjóðum með ábyrgð launagreiðanda, sem eru sjóðir opinberra starfsmanna vantar að meðaltali 59,4% upp á að sjóðirnir eigi fyrir lífeyrisloforðum. Skattgreiðendur eru í ábyrgð fyrir því sem út af stendur.


Skýrslu FME má finna hér.


* Tekið af vef Stapa

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com