Í dag eru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu í fyrsta skipti kosningarétt. Við óskum því Íslendingum öllum til hamingju með þennan merka afmælisdag kosningaréttarins og þann árangur sem náðst hefur síðan í jafnréttisbaráttu þjóðarinnar. En betur má ef duga skal.
Í dag eru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu í fyrsta skipti kosningarétt. Við óskum því Íslendingum öllum til hamingju með þennan merka afmælisdag kosningaréttarins og þann árangur sem náðst hefur síðan í jafnréttisbaráttu þjóðarinnar. En betur má ef duga skal.
Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa eru grundvallarmannréttindi. Enn er nokkuð í land með að jafnrétti og jafnir möguleikar kynjanna verði að veruleika og því er mikilvægt að minnast sigurs eins og kosningaréttar kvenna 1915 til að brýna okkur áfram í jafnréttisbaráttu dagsins í dag. Til að bæta stöðu kvenna í samfélaginu og á vinnumarkaði er mikilvægt að þær hasli sér völl á sem flestum sviðum. Jafnframt er mikilvægt að afhjúpa og uppræta kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði.