Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Mesta hækkun síðan í byrjun árs 2014 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er hjá Seltjarnarneskaupstað um 20%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Reykjanesbæ um 5%.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrá fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemendur grunnskólanna hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Mesta hækkun síðan í byrjun árs 2014 á þriggja tíma daglegri vistun ásamt síðdegishressingu og hádegismat í 21 dag er hjá Seltjarnarneskaupstað um 20%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Reykjanesbæ um 5%.

Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda, sem leggjast ofan á gjöldin sem innheimt eru jafnvel í tvennu lagi. Einnig er í boði ávaxtastund og mjólkuráskrift sem ekki er tekið með í samanburðinum.

Mánaðargjald fyrir skóladagvistun ásamt hressingu
Ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir skóladagvistun með hressingu á milli ára. Lægsta mánaðargjaldið er í Vestmannaeyjum 14.165 kr./mán. en hæsta gjaldið er í Garðabæ 24.976 kr./mán. verðmunurinn er 10.811 kr. eða 76%. Mesta hækkun á gjaldskránni er á Seltjarnarnesi um 26%, úr 19.723 kr./mán. í 24.850 kr./mán. sem er 5.127 kr. hækkun á mánuði. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hækkað um 8%, Akureyri 4%, Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Fjarðarbyggð um 3%, Kópavogur og Vestmannaeyjar um 2%. Aðeins Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Ísafjörður og Fljótsdalshérað hafa ekki hækkað gjaldskrána milli ára.

Verð fyrir hádegismat í grunnskólum
Ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir hádegismat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift. Mesta hækkunin á milli ára er hjá Reykjanesbæ en þar hefur gjaldið fyrir staka máltíð hækkað úr 298 kr. í 350 kr.  eða um 17%, hjá Sveitarfélaginu Skagafirði úr 332 kr. í 359 kr. eða um 8%, hjá Seltjarnarneskaupstað úr 400 kr. í 420 kr. eða um 5%, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Mosfellsbær, Árborg, Akranes og Vestmannaeyjar hafa hækkað um 1-4%. Aðeins Fjarðarbyggð hefur lækkað verðið á milli ára eða um 5%. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir hádegismatinn, en munurinn er allt að 39% á milli sveitarfélaganna. Hæst er gjaldið á Ísafirði en þar kostar máltíðin 450 kr. en lægsta gjaldið er í Reykjavík eða 324 kr.

 

Heildarkostnaður foreldra fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og skólamáltíð
Þegar skoðaður er heildarkostnaður fyrir skóladagvistun með hressingu og hádegismat í skólum landsins, er Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta verðið 21.777 kr./mán. en hæsta verðið er í Garðabæ 33.964 kr./mán. en það er 12.187 kr. verðmunur á mánuði eða 56%. Á meðfylgjandi mynd má sjá að 12 sveitarfélög hækka gjaldskrána á milli ára, hjá þremur stendur verðið í stað og  ekkert þeirra lækkar. Mest hækkar gjaldskráin á Seltjarnarnesi úr 28.123 kr./mán. í 33.670 kr./mán. sem er hækkun um 5.547 kr. á mánuði eða 20% sem er 49.923 kr. á ári miðað við 9 mánuði.

 

Systkinaafslættir hjá sveitarfélögunum
Systkinaafslættir eru misjafnir eftir sveitarfélögum. Afslátturinn fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og afslátturinn fyrir þriðja barn er frá 25% upp í 100%. Ekki er gefinn afsláttur af fæði.

Sjá nánar í meðfylgjandi töflu á heimasíðu ASÍ.

Mjög misjafnt er á milli sveitarfélaga hvernig gjaldskráin er uppbyggð, til dæmis er hámarksgjald, mánaðargjald, aukagjald fyrir gæslu á starfsdögum, aukagjald fyrir að aðstoð við heimanám  og skráningargjald. Einnig er hádegismatur seldur í formi annaráskriftar, mánaðargjalds, klippikorts eða sem stakar máltíðir. En til að einfalda samanburð milli sveitarfélaganna miðar verðlagseftirlitið samanburð sinn við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag ásamt hressingu, samtals 63 tíma á mánuði og hádegismat í áskrift.
 
 Einungis er um verðsamanburð að ræða, ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com