Skip to main content

Næstum 45% svarenda í nýrri könnun sem ASÍ hefur látið gera segjast hafa orðið fyrir kjaraskerðingu í kjölfar hrunsins. Könnunin sýnir að flestir eða 20,5% hafa orðið fyrir því að laun hafa verið skert án breytinga á starfshlutfalli. Hjá 13,6% hefur starfshlutfall verið skert og ríflega 10% hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu á launakjörum. Þetta þýðir að 44,4% fólks í launaðri vinnu hefur lent í kjaraskerðingu frá hruninu í október 2008.

Næstum 45% svarenda í nýrri könnun sem ASÍ hefur látið gera segjast hafa orðið fyrir kjaraskerðingu í kjölfar hrunsins. Könnunin sýnir að flestir eða 20,5% hafa orðið fyrir því að laun hafa verið skert án breytinga á starfshlutfalli.  Hjá 13,6% hefur starfshlutfall verið skert og ríflega 10% hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu á launakjörum.  Þetta þýðir að 44,4% fólks í launaðri vinnu hefur lent í kjaraskerðingu frá hruninu í október 2008.  Karlar hafa orðið ver úti í kjaraskerðingunni en konur, höfuðborgarbúar ver heldur en íbúar á landsbyggðinni og elsti aldurshópurinn 55-75 hefur frekar orðið fyrir kjaraskerðingu en yngri hóparnir.


Þegar hópurinn sem segist ekki hafa orðið fyrir neins konar skerðingu í sinni vinnu var spurður hvort hann teldi líklegt eða ólíklegt að laun viðkomandi yrðu lækkuð á næstu mánuðum svöruðu 81,5% því að það væri ólíklegt.  Þegar sami hópur var spurður hvort hann teldi líklegt að starfshlutfall yrði lækkað á næstu mánuðum svöruðu 87% spurningunni neitandi.  Það er því greinilegt að óttinn við skerðingu á vinnutíma eða launakjörum fer minnkandi.  Hins vegar er óttinn við atvinnuleysi enn til staðar í ríkum mæli.  25,3% þeirra sem er í launaðri vinnu óttast að missa atvinnuna.  Til samanburðar má geta þess að í árslok 2006 óttuðust 8,3% fólks að missa vinnuna.  Það eru einkum karlar, íbúar á höfuðborgarsvæðinu og láglaunafólk sem óttast atvinnumissi umfram aðra hópa.


Capacent-Gallup kerði könnunina fyrir Alþýðusamband Íslands 14.-28. desember 2009.Um net- og símakönnun var að ræða.Úrtakið var 1184 manns, 18-75 ára, af öllu landinu.Svarhlutfall var 60,8%.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com