Skip to main content
Stéttarfélag.is

Verð á vörum SS hækkar

By October 8, 2024No Comments

Í verðlagsfréttum á heimasíðu ASÍ kemur fram að í síðustu viku hækkaði verð á langflestum vörum frá SS í Bónus, Krónunni og Nettó. Alls hækkuðu 80% af vörum SS í öllum þremur verslunum um 5% að jafnaði.

Vörurnar sem um ræðir eru kjötafurðir frá SS og tilbúnir réttir undir vörumerkinu 1944. Dæmi um hækkanir:

· SS vínarpylsur, 5 í pakka, hækkuðu um 26% í Nettó.

· SS úrbeinað hrossasaltkjöt hækkaði um 14% í Krónunni.

· SS bláberjalambalæri hækkaði um 8% í Bónus.

· 1944 lasagna, stórt, hækkaði um 8% í Bónus.

· SS folaldahakk hækkaði um 7% í Bónus.

· SS smurkæfa hækkaði um 6% í Nettó, 5% í Krónunni og 5% í Bónus.

· SS pylsur, 5 í pakka, hækkuðu um 6% í Bónus og Krónunni.

· SS lifrarpylsa, ósoðin, hækkaði um 5% í Nettó, 4% í Bónus og 4% í Bónus.

Vörurnar dýrari í Krónunni ef þær fást ekki í Bónus
Athygli vekur að níu af þeim vörum frá 1944 sem hækkuðu í Krónunni í síðustu viku höfðu lækkað þar í ágústlok um 1-30%. Einmitt þessar níu vörur voru ekki til í Bónus samkvæmt gögnum verðlagseftirlitsins. Lækkanir Krónunnar komu til stuttu eftir opnun Prís í ágúst.

Önnur leið til að athuga hvort verðlagning sé öðruvísi ef Bónus er ekki í samkeppni um sölu á sömu vöru er að skoða muninn á nýjasta verði í Krónunni samanborið við nýjasta verðið í Prís, annars vegar á vörum frá 1944 sem eru líka seldar í Bónus og hins vegar þeim sem ekki eru fáanlegar í Bónus. Tíu vörur frá 1944 voru fáanlegar í Prís og Krónunni en ekki í Bónus, og voru þær að meðaltali 29% dýrari í Krónunni en í Prís. Sex vörur voru fáanlegar í Prís, Krónunni og í Bónus. Þær vörur voru að meðaltali 13% dýrari í Krónunni en í Prís. Með öðrum orðum, Krónan er nær lægsta verði á vörum sem eru seldar í Bónus en á vörum sem ekki eru seldar í Bónus.

Þetta vekur upp spurningar um hvort aðhald með verði í Krónunni sé meira þar sem Bónus býður upp á sömu vöru. Aðeins tvær vörur frá 1944 sem Bónus seldi ekki höfðu ekki fylgt þessu mynstri í Krónunni – það er, höfðu ekki lækkað nýverið og svo hækkað nú í nýjustu hækkunarbylgjunni.

Í Nettó var þetta mynstur einnig til staðar, en ekki jafn greinilegt. Verð á 12 vörum frá 1944 höfðu lækkað í septemberbyrjun og hækkuðu svo í nýjustu bylgjunni. Af þeim voru sjö ekki til staðar í Bónus samkvæmt gögnum verðlagseftirlitsins.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com